Samtök iðnaðarins efna til opins fundar mánudaginn 27. maí kl. 12.00-13.30 á Hótel Selfossi þar sem efnt verður til samtals um uppbyggingu öflugs atvinnulífs í Árborg.
Meðal þátttakenda í dagskrá eru Árni Sigurjónsson, formaður SI, Bragi Bjarnason, verðandi bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Fundarstjóri erLilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI. Boðið er upp á léttan hádegisverð.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.