Í tilefni af því að leikskólinn Krakkaborg hefur nú flutt í nýtt og endurbætt húsnæði í Þingborg var fjölskyldum nemenda, sveitungum og öðrum velunnurum leikskólans boðið á sérstaka opnunarhátíð föstudaginn 6. febrúar, sem var jafnframt Dagur leikskólans á Íslandi.
Nýja viðbyggingin, sem JÁVERK byggði, er um 250 fermetrar og kostaði um 150 milljónir króna.
Í leikskólanum eru fjörutíu og fjögur börn á aldrinum tíu mánaða til sex ára. Tíu laus pláss eru í leikskólanum.
Myndir frá opnunarhátíðinni má sjá í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku.