Síðdegis í gær óskuðu tveir ferðamenn eftir aðstoð þar sem annar þeirra hafði örmagnast á göngu að eða frá íshelli í Kötlujökli.
Fólkið var statt á Vatnsrásarhöfði, rétt norður af Remundargilshöfði, þar sem liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.
Björgunarsveitir á svæðinu frá Vík og austur á Kirkjubæjarklaustur voru boðaðar út og héldu til aðstoðar.
Fólkið fannst svo á gönguleiðinni rétt um klukkan 18 og var það aðstoðað niður að björgunarsveitarbíl. Ferðamennirnir voru svo keyrðir inn í Þakgil, þar sem þeir höfðu skilið bíl sinn eftir við upphaf gönguferðar. Þeir þurftu ekki frekari aðstoð og lauk því aðgerðinni þar.