Órói á Torfajökulssvæðinu

Löðmundur séð til suðausturs, Frostastaðavatn bak við fjallstoppinn og Torfajökull í bakgrunni til hægri. Ljósmynd © Mats Wibe Lund - mats@mats.is

Órói hefur verið að mælast að Fjallabaki síðasta klukkutímann en upptök hans virðast vera norðvestur af Torfajökli.

Samkvæmt upplýsingum frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands hefur ekki tekist að greina uppruna óróans sem hefur birst í nokkrum bylgjum.

Sumarið 2023 varð skammvinnt landris á svæðinu og af og til verða skjálftahrinur í Torfajökulseldstöðinni.

Í samtali við mbl.is segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni að líklegast tengist óróinn jarðhita á svæðinu. Nokkrir skjálftar hafi verið á þessu svæði síðustu daga.

„Við þurf­um alltaf að taka óróa svo­lítið al­var­lega,“ segir Elísabet.

Fyrri greinSigur eftir framlengingu í fyrsta leik
Næsta greinHamarsmenn í bílstjórasætinu