Sjálfstæðisflokkur hlaut tæp 60% atkvæða í Hveragerði og fær fjóra fulltrúa kjörna. D-listinn tapar einum fulltrúa en er með hreinan meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð.
Á kjörskrá voru 1.787 en 1.339 greiddu atkvæði, eða 74,9% og er aðeins minni en árið 2010.
Þrjú framboð voru í Hveragerði: B-listi Frjálsra með framsókn, D-listi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis og S-listi Samfylkingar og óháðra.
Lokatölur í Hveragerði eru þessar:
B listi – 176 atkvæði 13,7% 1 fulltrúi
D listi – 750 atkvæði 58,5% 4 fulltrúar
S listi – 357 atkvæði 27,8% 2 fulltrúar
Auðir seðlar – 52 Ógildir – 4
Bæjarfulltrúar í Hveragerði eru:
Ninna Sif Svavarsdóttir D-lista
Eyþór H. Ólafsson D-lista
Unnur Þormóðsdóttir D-lista
Aldís Hafsteinsdóttir D-lista
Njörður Sigurðsson S-lista
Viktoría Sif Kristinsdóttir S-lista
Garðar Rúnar Árnason B-lista