Fólksflutningar yfir Múlakvísl hefjast aftur í fyrramálið kl. 9 en vaðið verður tryggt með jarðýtu og öflugra farartæki verður notað til að ferja fólk yfir.
Farþegar sem voru í rútunni sem festist í Múlakvísl eftir hádegi í dag, hafa haldið ferð sinni áfram og varð engum meint af.
Öryggi ferðamanna yfir vaðið verður tryggt enn frekar, þegar flutningar hefjast í fyrramálið. Enn öflugra farartæki hefur verið fengið í það verkefni að flytja farþega yfir Múlakvísl, auk þess sem að jarðýta hefur verið fengin til að fara reglulega yfir vaðið til tryggja það.
Líkt og fyrr verða þrír vörubílar með flutninga á bílum yfir vaðið. Stöðugt eftirlit verður með vatnshæðarmælum í Múlakvísl og fjarskipti aðila á vettvangi samhæfð enn frekar.
Stefnt er að hafa vaðið opið daglega frá kl. 7 til 23 svo framarlega sem aðstæður leyfa.