Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að koma geymslusvæði Set við Gagnheiði 7 á Selfossi í gagnið á ný, en stórbruni varð á svæðinu fyrir ári síðan, þann 7. júní 2015.
Svæðið hefur verið hreinsað og var einnig malbikað fyrir stuttu til þess að auka við þægindi og möguleika á geymslu á mismunandi vörum frá fyrirtækinu. Í sumar verður öryggisgirðing og -hlið sett upp í kringum svæðið til að tryggja það betur og vörurnar sem þar verða geymdar.
Geymslusvæðið er alls 3400 fm. að stærð og mun það bæta meðferð á vörum og auka lagerplássið sem fyrirtækið hefur til umráða. Í frétt á heimasíðu SET segir að hvort tveggja sé fyrirtækinu gríðarlega mikilvægt, ekki síst á háannatímabilinu sem sumartíminn er.
Elías Örn Einarsson, þjónustu- og öryggisstjóri Set, hafði umsjón með framvindu og skipulagi verksins. Ásgrímur Kristófersson, umsjónarmaður fasteigna hjá Set, hafði yfirumsjón með framkvæmdum og verktakafyrirtækið Heflun sá um að malbika svæðið.
TENGDAR FRÉTTIR:
Gríðarlegur eldur á Selfossi