Að sögn Sigríðar Láru Ásbergsdóttur, forseta bæjarstjórnar Ölfuss, hefur ekki verið gengið frá samningum vegna varahafnar fyrir Herjólf.
„Við gerum ráð fyrir að Vegagerðin snúi sér til okkar um það en þeir hafa ekki gert það ennþá,“ sagði Sigríður Lára í samtali við Sunnlenska fréttablaðið.
Átlanir hafa gert ráð fyrir að Herjólfur gæti þurft að nota varahöfn í 5% tilvika.