„Fyrsta orðið sem manni dettur í hug er skrifræði og þar af leiðandi aukinn kostnaður fyrir alla aðila,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps er ósátt við aukið skrifræði og kostnað sem því er samfara vegna nýs fyrirkomulags við framhaldsnám í tónlistarskólum.
Sveitarstjórnin fagnar því að „auðveldara sé fyrir fólk að sækja sér framhaldsnám í tónlistarskólum óháð búsetu.“
Hún bendir hins vegar á að verið er að setja á „nýtt og flókið staðfestingar- og endurgreiðslukerfi í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem veldur auknu skrifræði og kostnaði,“ segir í bókun frá sveitarstjórnarfundi.