Ósátt við niður­skurð vegna refaveiði

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps mótmælir harðlega niðurskurði á mótframlagi ríkisins til refaveiði.

Offjölgun refa er umhverfis­vandamál á landsvísu sem er samfélagslegt mál en ekki eingöngu vandamál sveitarfélaga. Vandséð er að sveitarfélög hafi fjármagn til að sinna óbreyttum refaveiðum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja­hrepps telur sömuleiðs óeðlilegt að öllum kostnaði vegna refaveiða skuli velt yfir á sveitar­félögin og bendir á að kostnaðar­hlutur fámennra sveitarfélaga á landsbyggðinni geti orðið umtalsverður.

Fyrri greinTveir úr lið í gærkvöldi
Næsta greinBirna Kristbjörg: Framboð til stjórnlagaþings