Lögreglan á Selfossi óskaði eftir því í Héraðsdómi Suðurlands í kvöld að maður sem grunaður er um innbrot og þjófnað á Hafinu bláa í gærmorgun yrði úrskurðaður í síbrotagæslu.
Maðurinn var í hópi fimm ungmenna sem stöðvuð voru af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á leið til Reykjavíkur eftir innbrot á veitingastaðinn, sem stendur á Óseyri í Ölfusi.
Í bifreiðinni var mikið magn áfengis sem ungmennin eru grunuð um að hafa stolið á Hafinu bláa.
Málið er í rannsókn en dómari tók sér frest til morguns að úrskurða um síbrotagæslukröfuna.