Fyrirtækið IceAq ehf. hefur sótt um tólf hektara lóð í Keflavík vestan gömlu fiskeldisstöðvarinnar undir fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins.
Bæjarráð Ölfus hefur tekið jákvætt í erindið og samþykkti samhljóða að vísa erindinu til skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar til umsagnar. Þar var samþykkt að umsóknaraðili komi til fundar við nefndina og geri grein fyrir erindi sínu um lóð fyrir fiskeldi.
Ólafur Örn Ólafsson, sveitarstjóri Ölfus, swgir fagnaðarefni hve mikið líf er að færast í fiskeldi á svæðinu. Hann segir erfitt að segja hvenær hægt yrði að afhenda lóðina ef um semdist, það þurfi að gera nýtt deiliskipulag á svæðinu. Hann taldi þó möguleika á að afhenda lóðina einhverntíman í vetur ef allt gengi að óskum.