Óskar er skattakóngur Suðurlands

Óskar Eyjólfsson, hrossabóndi og fjárfestir í Hjarðartúni í Hvolhreppi, greiðir hæst opinber gjöld á Suðurlandi fyrir árið 2013, alls um 42 milljónir króna.

Óskar rekur fyrirtækið Toppgras ehf og flytur út hey, ma. til Færeyja. Tekjur Óskars miðað við 14,42% meðalútsvar eru því tæpar 9,2 milljónir á mánuði.

Þórir Haraldsson á Selfossi, lögmaður DeCode, greiddi alls um 35 milljónir króna í skatta í fyrra, og Katrín og Stefán í Ásum í Gnúpverjahreppi, minkabændur, alls rúmar 30 milljónir króna.

Meðal annarra sem greiða háa skatta á síðasta ári má nefna Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, sem greiddi tæpar 11 milljónir í staðgreiðslu og Sigfús Kristinsson á Selfossi tæpar 9,3 milljónir.

Hæsta auðlegðarskattinn greiddi Sigtryggur Ingvarsson frá Skipum í Stokkseyrarhreppi, um 9 milljónir króna og hjónin Hlöðver Örn Rafnsson endurskoðandi og Sigríður Sverrisdóttir tannlæknir á Selfossi 4,1 hvort.

Tekjur 500 Sunnlendinga má sjá í nýjasta tölublaði Sunnlenska.

Fyrri greinCorpo di Strumenti með fjölbreytta dagskrá
Næsta greinFjölmargt í boði um verslunarmannahelgina