Selfyssingurinn Óskar Reykdalsson hefur verið skipaður forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til fimm ára.
Óskar er sérfræðingur í heimilislækningum og hefur lokið meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu. Óskar hefur mikla og góða þekkingu á sviði lýðheilsu og er með langa reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu.
Hann hefur starfað sem læknir og stjórnandi á mismunandi sviðum heilbrigðisþjónustunnar á Suðurlandi, Landsspítalanum, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í Velferðarráðuneytinu. Þá hefur hann enn fremur unnið að fjölda verkefna tengdum rekstri og stefnumótun innan heilbrigðiskerfisins.