Óskatak bauð lægst í endurbætur í Ölfusi

Gatnamót Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Óskatak ehf í Kópavogi átti lægra tilboðið í endurbætur á mótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar sem vinna á að í sumar.

Tilboð Óskataks hljóðaði upp á tæplega 244,4 milljónir króna og var 20,1% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, sem er 203,4 milljónir króna. Borgarverk bauð einnig í verkið, tæplega 261,7 milljónir króna.

Um er að ræða endurmótun á hluta Þorlákshafnarvegar og lagfæringar gatnamótanna við Eyrarbakkaveg ásamt gerð áningarstaðar. Alls um 3,3 km.

Verkinu á að vera lokið þann 15. september næstkomandi.

Fyrri greinHjálmar bætti Íslandsmet 13 ára í spjótkasti
Næsta greinÁrni Þór lætur drauminn rætast