Það var mikið fjör á Selfossi í dag þegar allskonar furðuverur spásseruðu um götur bæjarins og sungu fyrir nammi. Þá var öskudagsskemmtun í félagsmiðstöðinni.
Félagsmiðstöðin Zelzius stóð fyrir öskudagsskemmtun fyrir börn í 1.-4. bekk og 5.-7. bekk.
Dansað var við fjöruga tónlist og kötturinn víðfrægi var sleginn úr tunnunni og vakti það mikla kátínu þegar nammiregnið hófst.