Öskudagur á Suðurlandi

Mikið öskuryk hefur verið í loftinu í Rangárþingi í morgun og vestar fellur aska með rigningarskúrum. Þetta er fyrsti „öskudagurinn" á Suðurlandi í tæpa tvo mánuði.

„Þetta var algjör óþverri í morgun en hefur lagast töluvert núna. Það hefur ekki náð að rigna hérna í dag en það fór að hvessa hérna í morgun og þá rauk þetta upp. En það virðist vera að birta til aftur,“ sagði Sigurður Jónsson á Hvolsvelli í samtali við sunnlenska.is.

„Bílar og annað voru drullubrúnir hérna í morgun. Við erum svosem ýmsu vön hérna en það er ekkert spennandi að fá þetta yfir okkur enn og aftur,“ segir Sigurður. „Það voru dagar fyrr í sumar sem voru svartari en þetta en þetta er samt búið að vera töluvert í morgun.“

Svifryksmælir á Hvolsvelli sýnir að ryk í lofti var 846,6 µg/m³ sem er langt yfir heilsuverndarmörkum. Ekki hafa mælst hærri gildi á Hvolsvelli síðan 7. júlí sl.

Fyrri greinEyþór tekur bréfið alvarlega
Næsta greinSelfoss lagði HK