Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindur snúist í norðanátt í kvöld og má búast við öskufalli undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum.
Greining á ösku hefur leitt í ljós að flúorinnihald er hættulegt búpeningi þegar öskulag er meira en 1 cm.
Í gær hófst dreifing á öndunargrímum til heilsugæslustöðva og viðbragðsaðila. Þá hafa tveir brynvarðir bílar verið staðsettir á Kirkjubæjarklaustri og í Vík. Þeir koma að notum ef flytja þarf fólk af öskufallssvæðum.