Ísdagur Kjörís er haldinn í dag en þessi skemmtilega hátíð hefur fest sig í sessi í Hveragerði á síðustu árum.
Þar kynnir Kjörís framleiðslu sína og að venju verður boðið upp á ýmis ólíkindabrögð. Gestir geta m.a. bragðað á öskuís, beint úr Eyjafjallajökli, bráhollum lýsisís með ekta íslensku þorskalýsi og fullt af omega fitusýrum eða múvís sem er ís með poppkorni. Yfir tuttugu önnur ólíkindabrögð verða í boði.
Hátíðin hefst á Kjörísplaninu kl. 13:30 en kl. 14 hefst skemmtidagskrá þar sem íbúar Latabæjar og Ingó koma í heimsókn.