Óttar Bragi Þráinsson, bóndi í Miklaholti leiðir Þ-listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor, en listinn var samþykktur í síðustu viku.
Eyrún Margrét Stefánsdóttir, arkitekt og framkvæmdastjóri, á Laugarvatni, skipar annað sætið, Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt er í því þriðja og Ragnhildur Sævarsdóttir, náttúrufræðingur og bóndi á Hjálmsstöðum, í fjórða sæti.
Margeir Ingólfsson, sveitarstjórnarmaður Þ-listans, er í heiðurssætinu.
Listinn er þannig skipaður:
1. Óttar Bragi Þráinsson, bóndi
2. Eyrún Margrét Stefánsdóttir, arkitekt og framkvæmdastjóri
3. Axel Sæland, blómabóndi
4. Ragnhildur Sævarsdóttir, náttúrufræðingur og bóndi
5. Þórarinn Þorfinnsson, bóndi
6. Sigurlaug Angantýsdóttir, grunnskólakennari og garðyrkjubóndi
7. Sigurjón Pétur Guðmundsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti
8. Auðunn Árnason, garðyrkjubóndi
9. Kristján Traustason, framkvæmdastjóri Geysis Glíma
10. Sigurlína Kristinsdóttir, myndlistarkona
11. Jens Pétur Jóhannsson, rafvirki
12. Jóel Friðrik Jónsson, bólstrari
13. Sigríður Guttormsdóttir, grunnskólakennari á eftirlaunum
14. Margeir Ingólfsson, sveitarstjórnarmaður