Óttar Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur, hefur verið ráðin heilsu- og tómstundafulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps. Umsækjendur um starfið voru 19 talsins.
Óttar er með M.T. gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands og með góða reynslu úr kennslu og þjálfun barna og unglinga ásamt því að hafa staðið að ýmiskonar heilsutengdum námskeiðum fyrir alla aldurshópa.
Sem fyrr segir sóttu nítján manns um starfið og eftir yfirferð umsókna fengu fjórir umsækjendur boð í viðtal.
Í auglýsingunni um starfið var leitað eftir öflugum einstaklingi til að bera ábyrgð á tómstundamálum sveitarfélagsins og hafa forystu um heilsueflandi samfélags verkefni á vegum sveitarfélagsins. Gerðar voru kröfur um háskólamenntun og reynslu af tómstundastarfi og starfi með börnum eða unglingum. Óttar var metinn hæfastur til að gegna starfinu og var m.a. haft samband við samstarfsaðila úr fyrri störfum þar sem hann fékk mjög góð meðmæli.