Brotist var inn í bíl á bílastæði við Skeiðavegamót á fimmtudagskvöld og úr honum stolið iPod Nano.
Innbrotið átti sér stað á tímabilinu frá klukkan 22:00 fimmtudaginn 1. júlí til kl. 03:00 aðfaranótt föstudagsins 2. júlí. Bifreiðin er dökkgræn að lit af gerðinni Toyota Avensis. Þjófurinn braut fremri hliðarrúðu hægra megin til að komast yfir iPodinn.
Sl. þriðjudag, 29. júní á tímabilinu frá kl. 07:00 til 16:30, var ekið utan í hægri hlið Hyundai Tucson bifreiðar á bílastæði annað hvort við heilsugæslustöðina á Selfossi eða á bifreiðastæði við Krónuna á Selfossi Sigtúns megin. Hyundai bifreiðin er jepplingur, fölgrænn að lit. Tjónið er stroka um metri á lengd og er í um lærishæð.
Lögreglan skorar á þá sem hafa upplýsingar um þessi atvik að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.