Óvænt tíðindi urðu þegar listi Sjálfstæðisfélaganna í Árborg var samþykktur á fundi í Hótel Selfossi í kvöld. Ásta Stefánsdóttir sem tók 1. sætið örugglega í prófkjöri á dögunum mun skipa 5. sæti listans.
Að loknu prófkjöri var Gunnar Egilsson í 2. sæti og Sandra Dís Hafþórsdóttir og Kjartan Björnsson jöfn í 3. til 4. sæti. Gunnar mun nú leiða listann, Sandra verður í 2. sæti og Kjartan í því þriðja. Ari Björn Thorarensen verður í 4. sætinu en hann varð fimmti í prófkjörinu.
Eftir umræður milli kjörnefndar og frambjóðenda að loknu prófkjöri lagði Ásta til að hún tæki 5. sætið og núverandi bæjarfulltrúar flokksins myndu raðast þar fyrir ofan.
Listinn er þannig skipaður:
1. Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Selfossi
2. Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi, Eyrarbakka
3. Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi, Selfossi
4. Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi, Selfossi
5. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagins Árborgar, Selfossi
6. Magnús Gíslason, sölustjóri, Selfossi
7. Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri, Selfossi
8. Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari, Eyrarbakka
9. Ragnheiður Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur, Selfossi
10. Gísli Á. Jónsson, húsasmíðameistari, Selfossi
11. Sigríður Guðmundsdóttir, formaður Félags eldri borgara, Selfossi
12. Ingvi Rafn Sigurðsson, sölumaður, Selfossi
13. Ásgerður Tinna Jónsdóttir, nemi, Stokkseyri
14. Einar Ottó Antonsson, íþróttakennari, Selfossi
15. Gísli Gíslason, flokksstjóri, Eyrarbakka
16. Jóna S. Sigurbjartsdóttir, hársnyrtimeistari, Selfossi
17. Guðrún Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður, Selfossi
18. Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, Selfossi