Óveður á Suðurlandi

Á Hellisheiði og undir Ingólfsfjalli er óveður sem og undir Eyjafjöllum. Þá eru hálkublettir í uppsveitum á Suðurlandi.

Samkvæmt veðurfræðingi má gera ráð fyrir snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum. Stormur er um mest allt land og er meðalvindur á bersvæði allt að 25-30 m/sek svo sem á Sandskeiði og á Hellisheiði.

Fyrri greinSkandia í Vestmanneyjahöfn
Næsta greinGambri gerður upptækur