Þjóðvegur 1 er lokaður milli Freysnes og Kvískerja vegna óveðurs. Óveður er einnig undir Eyjafjöllum og kolvitlaust veður í Ölfusinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum. Vegfarandi sem hafði samband við sunnlenska.is sagði að þar væri hríðarbylur og mjög blint bæði á Hellisheiði og í Þrengslum og fljúgandi hálka. Þá væri kolvitlaust veður í Ölfusinu, milli Hveragerði og Selfoss.
Á Suðurlandi er víða skafrenningur, hálka eða hálkublettir.
Snjóþekja, éljagangur og vaxandi vindur er með suðausturströndinni.
Lægðin er enn vaxandi og er hún heldur vestar undan Suðurlandi, en áður var ætlað. Fyrir vikið verður víða vestantil á landinu hríðarmugga fram á nóttina og skafrenningur, einkum á fjallvegum.
UPPFÆRT 22:05