Laust eftir klukkan 15 í dag var Björgunarfélag Árborgar kallað út vegna trés sem óttast var að félli á íbúðarhús við Heiðmörk á Selfossi.
Björgunarsveitarmenn fóru á vettvang og söguðu greinar af trénu til að tryggja að ekki yrði frekara eignatjón af því.
Sunnlenska.is er ekki kunnugt um önnur útköll vegna óveðursins í dag.
Óveður var um stund á Sandskeiði og skafrenningur á Hellisheiði, en ekki kom til þess að vegum væri lokað. Nú er krapi og hvassviðri á Sandskeiði, Hellisheiði og i Þrengslum. Greiðfært er með suðausturströndinni en hálkublettir á útvegum.