Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af sex ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefnum í síðustu viku.
Þetta er óvenju stór hópur svona á einni helgi. Þrír voru kærðir fyrir ölvunarakstur, 27 fyrir hraðakstur og fjórir fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Þrjú umferðaróhöpp voru skráð í vikunni án slysa á fólki.
Tvær konur slösuðust er þær féllu af hestum sínum sem í báðum tilvikum höfðu fælst. Annað óhappið átti sér stað á Langholtsvegi í Flóa en hitt skammt frá Kirkjuferju í Ölfusi. Konurnar voru fluttar á heilsugæslustöðina á Selfossi til rannsóknar.