Að sögn Dagbjartar Hannesdóttur hjá Ölfussporti í Þorlákshöfn er óvíst hvort framhald verður á starfsemi fótboltagolfvallarins sem opnaður var síðasta sumar.
„Aðsóknin var ágæt er við eigum eftir að ákveða hvort við verðum með þetta áfram, nú eða þá kannski einhver annar,“ sagði Dagbjört er hún taldi að ákvörðunin myndi liggja fyrir í vor.
Svæðið undir golfvöllinn var leigt til tveggja ára en með uppsagnarákvæði.
Eins og komið hefur fram í Sunnlenska hefur aðsókn heimamanna valdið vonbrigðum.