Óvissustig á fjallvegum – Lyngdalsheiði lokuð

Búið er að loka fyrir umferð yfir Lyngdalsheiði, um þjóðgarðinn á Þingvöllum og yfir Mosfellsheiði vegna veðurs.

Ennþá er óvissustig á Hellisheiði og í Þrengslum og hefur verið svo frá kl. 13:00 í dag.

Það brestur á með 18-25 m/sek og hríðarveðri uppúr klukkan 14 í dag suðvestan- og vestanlands. Skafrenningur og blint á fjallvegum og má allt eins búast við því að brugðist verði við með veglokunum.

UPPFÆRT KL. 14:55

Fyrri grein145 HSK met sett á síðasta ári
Næsta greinHellisheiði og Þrengsli opin – Nokkur útköll hjá björgunarsveitum