Óvissustig vegna Bárðarbungu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.

Frá því í nótt hefur verið viðvarandi jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem stendur enn yfir. Jarðvísindamenn og viðbragðsaðilar hafa verið upplýstir og fylgjast vel með framvindu mála.

Á þriðja hundrað jarðskjálftar hafa þegar mælst. Stærstu skjálftarnir eru um og yfir þrjú stig að stærð. Þessi hrina er sú öflugusta sem hefur orðið á þessu svæði um árabil. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna þessa og hefur flugmálayfirvöldum verið gert viðvart.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila

English:
The National Commissioner of Police and the District Commissioner of Police at Hvolsvöllur and Húsavík have declared a Civil Protection Uncertainty phase due to unrest in Bárðabunga.

Fyrri greinFosstún fallegasta gatan
Næsta greinHeimsótti Fischersetrið á Selfossi