Óvissustigi lýst yfir: Mikil óvissa um framhaldið

Viðbragðsaðilar við brúna yfir Skálm. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulhlaups við Skálm. Þjóðvegurinn er í sundur við Skálm.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur tekið ákvörðun um að svæðið við Sólheimajökul verði rýmt.

Að mati Veðurstofu Íslands er mikil óvissa um áframhaldandi þróun á atburðum í Mýrdalsjökli og mögulegri hættu á jökulhlaupum niður. Mikilvægt er að hafa í huga að tími til viðvörunar gæti verið mjög stuttur og áhætta á svæðinu mikil verði hlaup.

Þjóðvegur 1 er lokaður milli Höfðabrekku og Kirkjubæjarklausturs. Einnig eru Hrífunesvegur og Öldufellsleið lokuð.

Fyrri greinSkálm flæðir yfir þjóðveginn – Hlaupið kom með hvelli
Næsta greinRisastig hjá Selfyssingum – Ægir tapaði sjötta leiknum í röð