Óvissustigi við Bárðarbungu aflýst

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra í samráði við vísindamenn hafa ákveðið að aflýsa óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.

Atburðarrásin í Bárðarbungu hófst 16. ágúst 2014 þegar lýst var yfir óvissustigi vegna jarðhræringa undir Vatnajökli.

Í kjölfarið hófst eldgos í Holuhraun sem stóð í 6 mánuði. Hraunið sem kom upp í gosinu þekur 85 ferkílómetra lands. Mikið magn af brennisteinsdíoxíð gasi kom upp í gosinu. Það varð fólki til óþæginda víða um land. Þetta er mesta hraungos sem orðið hefur á Íslandi í 230 ár.

Fyrri greinSluppu án meiðsla úr bílveltu
Næsta greinÍslandsbanki aðalstyrktaraðili fimleikanna