Óvissustigi við Sólheimajökul aflétt

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli ákveðið að aflýsa óvissustigi við Sólheimajökul.

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa kannað aðstæður og lagt til aðgerðir til þess að minnka líkur á slysum við jökulinn.

Bílastæði sem stóð nær jöklinum hefur verið lokað vegna hættu á jökulhlaupum og viðvörunarskiltum komið upp við gönguleið að jöklinum þar sem fólk er hvatt til þess að fara ekki inn neðri hluta jökulsins.

Ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem leggja leið sína að Sólheimajökli eru hvattir til þess að fylgja merktum gönguleiðum og gæta fyllsta öryggi ef lagt er á jökulinn.

Fyrri greinSlösuð kona sótt í Reykjadal
Næsta greinMöndluorkubitar