Öxará flæðir nú yfir bakka sína, göngustíga og liggur jafnvel við brýr í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Frostið síðustu daga bætir heldur ekki úr en fyrir vikið er göngustígurinn yfir hólma Öxarár milli Lögbergs og Flosagjár lokaður. Frá þessu er greint á Facebooksíðu Þjóðgarðsins.
Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi suðaustan átt í kvöld með rigningu. Vestlægari seint í kvöld og vestlæg átt á morgun, 10-23 m/sek, hvassast syðst. Skúrir og og síðar él og kólnar í veðri en draga mun úr vindi og úrkomu annað kvöld.