Peningar í óskilum á lögreglustöðinni

Peningar. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Skilvís eldri kona kom á lögreglustöðina á Selfossi í dag með peninga sem hún fann á Selfossi í gær, þann 1. maí við verslun Nettó.

Konan óskaði eftir aðstoð lögreglu við að finna eiganda þeirra þannig að þeir sem hafa upplýsingar eða telja sig eiga peningana eru beðnir um að setja sig í samband við lögregluna á Suðurlandi.

Það skal tekið fram að eigandi peningana verður að geta gert grein fyrir eignarhaldi sínu á þeim.

Fyrri greinFjölmenni á 1. maí hátíðarhöldum á Selfossi
Næsta greinFjórir Íslandsmeistaratitlar á Selfoss