Perlað af Krafti á Hvolsvelli í dag

Perlað af Krafti. Ljósmynd/Kraftur

Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, leggur leið sína á Hvolsvöll í dag til að perla armbönd á Midgard Basecamp frá kl. 17-19.

Á Midgard verður opið hús á þessum tíma þar sem allir geta komið og lagt hönd á perlu í lengri eða skemmri tíma.

Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína. Lífið er núna armböndin, ásamt öðrum Krafts varningi, verður til sölu á staðnum.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við LadiesCircle18 og Midgard Adventure og er hann tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum og um leið leggja góðu málefni lið.

Perlað af Krafti á Hvolsvelli

Fyrri greinSelfyssingar sterkir á bikarmóti TKÍ
Næsta greinEr rökvilla að ganga?