Perlan byrjuð að dæla

Sanddæluskipið Perlan, sem legið hefur í Vestmannaeyjahöfn undanfarna daga, hóf í morgun dælingu úr Landeyjahöfn og er útlit fyrir að verkið geti gengið vel næstu daga.

Vindur stendur af landi og alda gengur ekki upp á ströndina eins og verið hefur. Spáð er norðlægum áttum næstu daga og ef allt gengur að óskum getur Herjólfur hafið siglingar til Landeyjahafnar eftir tvo til þrjá daga. Hann siglir nú til Þorlákshafnar.

Fyrri greinSelfyssingar í landsliðsbúning
Næsta grein„Einelti líðst ekki í Árborg“