Pétur hættur hjá Sparisjóðnum

Pétur Hjaltason hefur látið af störfum sem forstöðumaður hjá Sparisjóðnum á Suðurlandi en hann sagði upp í desember.

Pétur vildi ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar í samtali við sunnlenska.is, en hann hefur verið forstöðumaður útibúsins á Selfossi allt frá því það var opnað fyrir fimmán árum síðan.

Sparisjóðurinn á Suðurlandi er útibú frá Sparisjóði Vestmannaeyja og að sögn Hafsteins Gunnarssonar, nýráðins Sparsjóðsstjóra í Vestmannaeyjum, hefur Dagný Kapítóla Sigurðardóttir tekið við starfi forstöðumanns á Selfossi. Dagný var áður þjónustustjóri í útibúinu á Selfossi.

Fyrri greinWiktor er fyrsti Sunnlendingur ársins
Næsta greinÞrettándagleði frestað á Selfossi