Pétur kjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra

Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu var um nýliðna helgi kjörin formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi á aðalfundi félagsins sem haldin var í Reykjanesbæ.

Pétur tekur við formennskunni af Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, en Jón hefur verið formaður félagsins síðastliðin sex ár.

Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ), er fagfélag í málefnum er varðar brunavarnir, almannavarnir og slökkviliðsmál sem starfar að sameiginlegum hagsmunamálum slökkviliða og slökkviliðsstjóra.

Félagið er í forsvari gagnvart stjórnvöldum um málefni slökkviliðsstjóra og vinnur að eflingu og samstarfi félagsmanna og slökkvilið á á landinu.

Hlutverk þess er einnig að miðla þekkingu og reynslu félagsmanna og slökkviliða og að stuðla að samskiptum við sambærileg félög innan sem utan svæðis FSÍ.

Fyrri greinKristín Viðja í hópi tíu efstu í Nótunni
Næsta greinSandvíkurtjaldurinn er lentur