Pétur Aðalsteinsson hefur verið ráðinn lánastjóri hjá útibúi Íslandsbanka á Selfossi frá og með 1. maí næstkomandi.
Pétur kemur til starfa úr höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi í Reykjavík, þar sem hann hefur unnið að endurskipulagningarverkefnum á fyrirtækjasviði undanfarið ár.
Pétur býr yfir níu ára starfsreynslu á fjármálamarkaði en áður starfaði hann m.a. á fyrirtækjasviði Byrs og hjá VBS fjárfestingarbanka. Þar áður var Pétur skrifstofustjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu um nokkurra ára skeið.
Pétur er með B.Sc. gráðu í landafræði og B.A. gráðu í Hagfræði frá Háskóla Íslands auk prófs í verðbréfaviðskiptum.
Pétur býr á Selfossi, er giftur Urði Skúladóttur hjúkrunarfræðingi og sjúkraflutningamanni og saman eiga þau þrjá syni.