Brunavarnir Árnessýslu fengu útkall á Selfossi síðdegis í dag þar sem 5 ára gömul stúlka hafði pikkfest annan fótinn í reiðhjólinu sínu.
Varðstjóri slökkviliðsins fór á vettvang með verkfærakassa en stúlkan hafði fest fótinn á milli pedalans og afturgaffalsins og gat alls ekki hreyft hann.
Ekki dugði annað til en að saga hjólið utan af stúlkunni sem varð ekki meint af, að öðru leiti en að hún var aum í fætinum.