Píratar birta endanlegan lista

Smári McCarthy er þingmaður Pírata í Suðurkjördæmi.

Pírat­ar hafa birt lista yfir alla fram­bjóðend­ur flokks­ins fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar í Suðurkjördæmi en Pírat­ar voru með próf­kjör í kjördæminu.

Smári McCarthy varð efstur í prófkjörinu og leiðir listann en áður höfðu nöfn fimm efstu frambjóðenda á listanum verið birt. Alls greiddi 81 atkvæði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi.

Suðurkjördæmi

  1. Smári McCarthy, Þingmaður
  2. Álfheiður Eymarsdóttir, Stjórnmálafræðingur
  3. Fanný Þórsdóttir, Söngkona og nemi
  4. Albert Svan Sigurðsson, Sérfræðingur í umhverfismálum, Hagstofa Íslands
  5. Kristinn Ágúst Eggertsson, Deildarstjóri Timbursölu hjá BYKO á Selfossi.
  6. Kolbrún Valbergsdóttir, Sérfræðingur í Upplýsingatækni
  7. Siggeir Fannar Ævarsson, Upplýsinga- og skjalafulltrúi hjá Grindavíkurbæ
  8. Halldór Berg Harðarson, Alþjóðafræðingur
  9. Hólmfríður Bjarnadóttir, Húsmóðir
  10. Sigrún Dóra Jónsdóttir, Matráður og húsmóðir.
  11. Eyþór Máni Steinarsson, Hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania, stundakennari í forritunarvali í Austurbæjarskóla og sem stjórnarformaður Kóder
  12. Kolbrún Karlsdóttir, Öryrki og stuðningsfjölskylda
  13. Jón Marías Arason, Framkvæmdastjóri
  14. Heimir M Jónsson, Stuðningsfulltrúi og nemi
  15. Sigurður Ísleifsson, Viðskiptafræðingur
  16. Gunnar Þór Jónsson, Húsbóndi
  17. Sigurður Haukdal, Öryrki
  18. Halldór Lárusson, Tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis
  19. Sigrún Björg Ásgeirsdóttir, Matráður
  20. Jóhannes Helgi Laxdal, Kerfisstjóri hjá Advania
Fyrri greinJökullinn hopaði um 60 metra á milli ára
Næsta greinKosið aftur milli Eiríks og Kristjáns