Píratar hafa birt lista yfir alla frambjóðendur flokksins fyrir komandi alþingiskosningar í Suðurkjördæmi en Píratar voru með prófkjör í kjördæminu.
Smári McCarthy varð efstur í prófkjörinu og leiðir listann en áður höfðu nöfn fimm efstu frambjóðenda á listanum verið birt. Alls greiddi 81 atkvæði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi.
Suðurkjördæmi
- Smári McCarthy, Þingmaður
- Álfheiður Eymarsdóttir, Stjórnmálafræðingur
- Fanný Þórsdóttir, Söngkona og nemi
- Albert Svan Sigurðsson, Sérfræðingur í umhverfismálum, Hagstofa Íslands
- Kristinn Ágúst Eggertsson, Deildarstjóri Timbursölu hjá BYKO á Selfossi.
- Kolbrún Valbergsdóttir, Sérfræðingur í Upplýsingatækni
- Siggeir Fannar Ævarsson, Upplýsinga- og skjalafulltrúi hjá Grindavíkurbæ
- Halldór Berg Harðarson, Alþjóðafræðingur
- Hólmfríður Bjarnadóttir, Húsmóðir
- Sigrún Dóra Jónsdóttir, Matráður og húsmóðir.
- Eyþór Máni Steinarsson, Hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania, stundakennari í forritunarvali í Austurbæjarskóla og sem stjórnarformaður Kóder
- Kolbrún Karlsdóttir, Öryrki og stuðningsfjölskylda
- Jón Marías Arason, Framkvæmdastjóri
- Heimir M Jónsson, Stuðningsfulltrúi og nemi
- Sigurður Ísleifsson, Viðskiptafræðingur
- Gunnar Þór Jónsson, Húsbóndi
- Sigurður Haukdal, Öryrki
- Halldór Lárusson, Tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis
- Sigrún Björg Ásgeirsdóttir, Matráður
- Jóhannes Helgi Laxdal, Kerfisstjóri hjá Advania