Píratar í Suðurkjördæmi hafa opnað fyrir framboð í prófkjör til Alþingiskosninga. Kosning hefst í rafrænu kosningakerfi Pírata þann 2. ágúst og stendur til 12. ágúst.
Kjörgengir eru allir skráðir Píratar sem uppfylla skilyrði um kjörgengi til Alþingiskosninga. Kosningarétt í prófkjörum hafa skráðir Píratar samkvæmt lögum Pírata, eða þeir Píratar sem skráðir hafa verið í Pírata 30 dögum áður en kosningu lýkur.
Opnað var fyrir framboð 4. júlí og lokað verður fyrir framboð 1. ágúst. Þeir aðilar sem tilkynna framboð eftir 18. júlí hætta á að fá minni kynningu en ella. Kosning hefst í rafrænu kosningakerfi Pírata þann 2. ágúst og stendur til 12. ágúst.
Í fréttatilkynningu frá Pírötum segir að síðustu forvöð til að skrá sig í Pírata til að hafa kosningarétt í prófkjöri eru mánudaginn 11. júlí.
Kjördæmisráð Pírata í Suðurkjördæmi skipa Fanný Þórsdóttir, Grindavík, Guðmundur Arnar Guðmundsson og Hrafnkell Brimar Hallmundsson, Reykjanesbæ.