Píratar í Suðurkjördæmi halda opinn borgarafundur í ráðhúsinu í Þorlákshöfn í kvöld, fimmtudag kl. 20:00 til að ræða sölu á 1.600 tonnum af kvóta úr byggðarlaginu og afleiðingar þess.
Hafnarnes VER í Þorlákshöfn hefur selt HB Granda botnfiskkvóta sem svarar til tæplega 1.600 þorskígildistonna og hyggst HB Grandi flytja kvótann til Vopnafjarðar.
Í tilkynningu frá Pírötum segir að afleiðingar þessarar sölu séu augljóslega atvinnumissir 30-40 einstaklinga sem unnið hafa fyrir Hafnarnes VER.
Píratar í Suðurkjördæmi vilja með þessum borgarafundi opna á umræðu um alvarleika málsins og þá miklu brotalöm sem felst í núverandi kvótakerfi, tapi og skerðingu aflaheimilda úr Suðurkjördæmi. Sjávarútvegsstefna Pírata verður kynnt, rædd verður spilling í kerfinu, skoðanakúgun og þöggun í sjávarbyggðum. Fulltrúar Eflingar stéttarfélags mæta og forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Ölfuss.