Árlegur skiptimarkaður Garðyrkjufélags Suðurlands fór fram í Tryggvagarði á Selfossi í dag og kenndi þar margra grasa.
Allskonar plöntur gengu kaupum, sölum og skiptum á milli félaga garðyrkjufélagsins og mættu félagsmenn vel í blíðviðrinu.
Allir fundu þarna eitthvað spennandi og fóru sumir heim aftur með meira en þeir komu með.