Byggðaráð Rangárþings eystra mótmælir þeirri skerðingu sem orðið hefur á póstþjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Á síðasta fundi sínum bókaði byggðaráðið ályktun vegna skerðingar á þjónustustigi póstþjónustu í Rangárþingi eystra.
Í ályktuninni segir að undanfarin ár hafi póstþjónustu í sveitarfélaginu hrakað verulega og berst póstur seint og illa.
Þá hafa póstkassar í dreifbýli verið færðir fjær hýbýlum fólks án undanfarandi samþykkis þeirra með tilheyrandi óhagræði fyrir íbúa.