Prentmet Suðurlands á Selfossi varð í dag fyrsta prentsmiðjan á landsbyggðinni til að fá Svansvottun en Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki.
Það var Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra sem mætti í Prentmet Suðurlands og afhenti vottunina í dag.
Svanurinn er vel þekkt umhverfismerki en til að hljóta Svansvottun þurfa fyrirtæki að skilgreina aðalferla sína, helstu umhverfisþætti og umhverfisáhrif þeirra og er það grundvöllur þess að hægt sé að framkvæma vottunarúttekt.
Fyrirtæki sem hlotið hafa Svansvottun hafa á hnitmiðaðan hátt sýnt fram á að verið sé að lágmarka umhverfisáhrif vöru eða þjónustu fyrirtækisins og Svansvottun gerir jafnframt kröfu um stöðugar umbætur.