Prestakallið ekki lagt niður

Víkurkirkja. Ljósmynd/Sigurður Hjálmarsson

„Það hefur aldrei komið inn á mitt borð nokkur tillaga um að leggja niður Kirkjubæjarklaustursprestakall og það liggur engin tillaga fyrir kirkjuþingi um að helminga prestinn á Kirkjubæjarklaustri og leggja hann undir Vík.“

Þetta segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti. Hann segir ekkert hæft í slíkum orðrómi, sem greint var frá í Sunnlenska í síðustu viku.

„Á biskupafundi nýlega fórum við yfir hugmyndir að breytingu á prestakallaskipan. Þessi var ekki þar. Þess vegna spurði ég sérstaklega á fundinum hvort Agnes biskup hefði heyrt á þetta minnst. Það væri nefnilega möguleiki á því að þetta væri svokallað þingmannamál, það er mál sem einhver kirkjuþingsmanna ber fram af eigin frumkvæði. Hún kannaðist ekki við það og taldi reyndar eins og ég að hugmyndin væri alveg fráleit,“ segir Kristján Valur.

Fyrri greinFSu í þriðja sæti í sínum flokki
Næsta greinFundur með félögum í uppsveitum