Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fer fram í dag, laugardag. Prófkjörið hófst kl. 10 í morgun og stendur til kl. 18. Á kjörskrá eru 433 og nú kl. 16 höfðu um 190 manns kosið. Úrslitin verða birt hér á sunnlenska.is í kvöld.
Kosning fer fram að Dynskálum 26 á Hellu og verða úrslitin kunngjörð þar í kvöld. Talning hófst kl. 16 og stefnt er að því að úrslit verði birt milli uppúr klukkan hálfátta í kvöld.
Átta frambjóðendur gáfu kost á sér, þau eru:
Anna María Kristjánsdóttir, bóndi
Ágúst Sigurðsson, bóndi og erfðafræðingur
Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri
Heimir Hafsteinsson, húsasmíðameistari
Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður
Sólrún Helga Guðmundsdóttir, móttökuritari
Sævar Jónsson, húsasmiður
Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri
D-listinn fékk þrjá fulltrúa af sjö í síðustu kosningum. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson oddviti listans á yfirstandandi kjörtímabili gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir hreppsnefndarfulltrúar listans taka þátt í prófkjörinu, þau Anna María Kristjánsdóttir og Þorgils Torfi Jónsson.