Prófkjör hjá X-D í Árborg 19. mars

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg mun efna til prófkjörs fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og fer það fram laugardaginn 19. mars næstkomandi.

Framboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 1. mars klukkan 16. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu sveitarstjórnarkosningum, flokksbundnir sjálfstæðismenn og búsettir í sveitarfélaginu Árborg.

Hver frambjóðandi þarf að skila inn skriflegum meðmælum með framboði sínu frá tuttugu flokksbundnum sjálfstæðismönnum búsettum í sveitarfélaginu Árborg, hið minnsta. Enginn meðmælandi má mæla með fleiri en sex frambjóðendum.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag prófkjörsins má finna hér.

Fyrri greinViðbragðsáætlun Selfossveitna virkjuð aftur
Næsta greinÖll líkin komin á land